Handbolti

Nökkvi Dan frá Gróttu til Noregs

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Nökkvi Dan spilaði vel fyrir Gróttu þegar að hann gat.
Nökkvi Dan spilaði vel fyrir Gróttu þegar að hann gat. vísir/eyþór
Handboltamaðurinn ungi, Nökkvi Dan Elliðason, leikmaður Gróttu, er búinn að semja við Arendal í norsku úrvalsdeildinni og heldur nú út í atvinnumennsku, samkvæmt heimildum Vísis.

Nökkvi er 19 ára gamall uppalinn Eyjamaður en hann gekk í raðir Gróttu sumarið 2016 og hefur spilað með liðinu undanfarin tvö ár í Olís-deildinni.

Sjá einnig:Breytingarnar á liðunum í Olís-deildunum

Hann spilaði aðeins þrettán leiki fyrir Gróttu síðasta vetur vegna meiðsla en skoraði 2,7 mörk að meðaltali í leik, gaf 2,2 stoðsendingar og var með HB Statz einkunn upp á 6,4.

Arendal er eitt allra sterkasta liðið í Noregi en það hafnaði í þriðja sæti í deildinni á síðustu leiktíð og komst alla leið í úrslitarimmuna um norska meistaratitilinn. Þar tapaði liðið, 2-1, fyrir Elverum og þurfti að sætta sig við silfrið.

Hjá Arendal hittir Nökkvi fyrrverandi samherja sinn hjá Gróttu, Maximillian Jonsson, sem spilaði með Seltirningum fyrri hluta móts á síðasta tímabili. Jonsson samdi aftur við Arendal í sumar.

Gróttuliðið mætir mikið breytt til leiks á næstu leiktíð en auk Nökkva eru farnir byrjunarliðsmenn á borð við Júlíus Þóri Stefánsson, Pétur Árna Hauksson og Ásmund Atlason.

Einar Jónsson tók við liðinu í sumar af Kára Garðarssyni og er búinn að fá á móti Sigfús Pál Sigfússon, Leonharð Þorgeir Harðarson, Alexander Jón Másson og nú síðast Jóhann Reyni Gunnlaugsson frá Randers í Danmörku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×