Handbolti

Íslensku stelpurnar enduðu í 10. sæti eftir stórtap gegn Króatíu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
U20 ára stelpurnar okkar hafa staðið sig vel á mótinu og enduðu í 10. sæti
U20 ára stelpurnar okkar hafa staðið sig vel á mótinu og enduðu í 10. sæti mynd/hsí

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri lenti í 10. sæti á HM U20 í Ungverjalandi eftir tap gegn Króatíu í leik um 9. sætið.

Íslensku stelpurnar áttu í erfiðleikum strax frá upphafi og voru Króatar 10-3 yfir eftir tíu mínútna leik. Staðan í hálfleik var 17-11 fyrir Króata.

Svo fór að króatíska liðið vann þrettán marka stórsigur 36-23.

Andrea Jacobsen var markahæst í íslenska liðinu með 5 mörk. Berta Rut Harðardóttir gerði 4.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.