Innlent

Réðst á konu við Konukot

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Rauði kross Íslands rekur Konukonu við Eskihlíð í Reykjavík.
Rauði kross Íslands rekur Konukonu við Eskihlíð í Reykjavík. VÍSIR/VILHELM

Lögreglan handtókn mann á fjórða tímanum í nótt eftir að hann réðst að konu við Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur.

Maðurinn er sagður hafa verið í annarlegu ástandi þegar lögreglumenn mættu á vettvang. Ekki fylgir sögunni hvernig konunni heilsast eftir áflogin eða hvernig hún þekkti manninn.

Á annað hundrað kvenna sækja í Konukot á hverju ári, sem rekið er af Rauða krossinum við Eskihlíð í Reykjavík. Þangað leita jafnt heimilslausar konur sem og þær sem flýja heimili sín, ekki síst vegna heimilisofbeldis.

Fram kemur á vef Rauða krossins að flestar konurnar sem þangað leita eigi við vímuefnavanda og/eða geðrænan vanda að stríð. Þó er skýrt tekið fram ða allar þær konur sem á þurfa að halda séu boðnar velkomnar í Konukot, sem opið er frá klukkan 17:00 til 10:00 daginn eftir.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.