Innlent

Stuðningsfulltrúinn í gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í júní síðastliðnum.
Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í júní síðastliðnum. fréttablaðið/GVA

Maður, sem starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá barnavernd Reykjavíkur, verður áfram í gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó eigi lengur en til 2. ágúst næstkomandi.

Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því á fimmtudaginn í síðustu viku.

Maðurinn er ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og fyrir nauðganir. Eru brotin talin geta varðað allt að 16 ára fangelsi.

Aðalmeðferð málsins fór fram í júní og var málið dómtekið í lok þess mánaðar, eða þann 29. júní, en enn á eftir að kveða upp dóm yfir ákærða. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í janúar en hann hefur neitað sakargiftum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.