Fótbolti

Nani snýr heim í annað sinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Nani er kominn heim
Nani er kominn heim vísir/getty

Portúgalski kantmaðurinn Nani er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt, Sporting Lissabon, í heimalandinu en þetta er í annað sinn á ferlinum sem hann snýr aftur heim.

Nani sló fyrst í gegn með Sporting árið 2006 og var keyptur til Manchester United sumarið 2007. Hann var á mála hjá enska stórveldinu í átta ár og varð fjórum sinnum deildarmeistari auk þess að vinna Meistaradeild Evrópu með Man Utd.

Þegar tækifærunum á Old Trafford fór að fækka var Nani lánaður til Sporting tímabilið 2014-2015 og hjálpaði uppeldisfélaginu að vinna bikarkeppnina.

Eftir það samdi Nani við Fenerbahce en staldraði við í eitt ár í Tyrklandi áður en hann færði sig til Valencia á Spáni. Hann var svo lánaður til Ítalíu eftir eitt tímabil í La Liga og lék með Lazio í Serie A á síðustu leiktíð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.