Fótbolti

Rakitic spilaði veikur gegn Englandi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ivan Rakitic fagnar í leikslok
Ivan Rakitic fagnar í leikslok

Ivan Rakitic lét flensu ekki stöðva sig í að spila 120 mínútur fyrir Króatíu þegar liðið tryggði sér farseðil í úrslitaleik Heimsmeistarakeppninnar í gærkvöldi.

Rakitic lék allan tímann á miðjunni þegar Króatía vann 2-1 sigur á Englandi eftir framlengdan leik, þrátt fyrir að vera að glíma við veikindi.

„Ég var með 39 stiga hita í gærkvöldi. Ég lá fyrir og reyndi að safna upp styrk til að geta spilað og það var svo sannarlega þess virði. Ég myndi spila úrslitaleikinn fótbrotinn,“ sagði Rakitic eftir leikinn.

Króatar voru sigurreifir í leikslok og skutu föstum skotum að enska liðinu og stuðningsmönnum þess.

„Þeir töldu að þeir væru komnir í úrslitaleikinn og létu þannig á samfélagsmiðlum. Þeir geta haldið því áfram en við erum liðið sem spilar á sunnudag,“ sagði kokhraustur Rakitic eftir sigurinn á Englandi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.