Segja landgræðslu við Kárahnjúka hafa gengið betur en búist var við Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júlí 2018 21:30 Bændurnir Agnar Benediktsson og Jón Björgvin Vernharðsson í viðtali í Desjarárdal. Kárahnjúkar í baksýn. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur af Jökuldal, sem annast landgræðslu við Kárahnjúka, segja að mun betur hafi gengið að græða svæðið upp en vonir stóðu til. Þeir segjast einstaka sinnum finna fyrir áfoki niður í byggð. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Þegar við nálguðumst Kárahnjúkastíflu á dögunum mátti sjá talsverðan rykmökk þyrlast upp af bökkum Hálslóns, en lónið var myndað með stíflugerðinni. Áfokið virtist þó ekki ná út fyrir svæðið þótt talsvert blési.Horft að Kárahnjúkum og Hálslóni. Kárahnjúkastífla fyrir miðri mynd. Sjá má fok við lónið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í yfir sexhundruð metra hæð yfir sjávarmáli rekumst við á bændur við landgræðslu. Þeir eru af Jökuldal og eru í verktöku hjá Landsvirkjun að dreifa áburði. „Það er verið að dreifa hérna 72 tonnum þetta árið í kringum Kárahnjúka og inn með Hálslóni og hluti af þessu fer svo á Eyjabakka, á Hraunasvæðið,“ segir Jón Björgvin Vernharðsson, bóndi á Teigaseli 2 á Jökuldal. Bændurnir voru að dreifa í Desjarárdal við Fremri-Kárahnjúk, neðan Desjarárstíflu, á svæði sem var gróðurlítil auðn þegar framkvæmdirnar stóðu yfir fyrir rúmum áratug. Athyglisvert er að það dugar að dreifa eingöngu áburði en uppgræðslan hófst árið 2007.Áburði dreift neðan Desjarárstíflu, sem gnæfir yfir traktornum. Svæðið er orðið vel gróið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég trúði því eiginlega ekki að það væri hægt að vera í landgræðslu svona hátt, - upphaflega þegar var byrjað á þessu. Það var farið í tilraunaverkefni fyrst, aðeins frá þessu svæði, og síðan bara virkaði það svo vel að það var bara dúndrað af fullum krafti hér í,“ segir Agnar Benediktsson, bóndi á Hvanná 2 á Jökuldal. Við sjáum að svæðið er orðið vel gróið, áratug eftir að framkvæmdum lauk. „Já, já, þetta er rosalega skemmtilegt landgræðslusvæði með það að gera að við sjáum mun meiri árangur heldur en meira að segja verktakarnir trúðu,“ segir Jón Björgvin.Hér má sjá þéttan gróður kominn þar sem áður var gróðurlítil auðn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Með Hálslóni var sökkt um 32 ferkílómetrum af grónu landi en með þessum aðgerðum fæst nýtt gróðurlendi í staðinn. „Og þetta er náttúrlega líka til þess að fanga ef það er eitthvað moldrok úr bökkunum. Landgræðsla er langbesta vopnið við áfoki.“ -Finnið þið niðri í dal fyrir foki héðan? „Einstaka sinnum. Ekki eitthvað sem er stöðugt,“ svarar Agnar. „En þegar koma langvarandi vestanáttir, og ekki komið meira í lónið, þá getur fokið aðeins úr þessu. Það er ekkert mjög oft. En þegar það gerist þá verður það dálítið öflugt,“ svarar Jón Björgvin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Bændur af Jökuldal, sem annast landgræðslu við Kárahnjúka, segja að mun betur hafi gengið að græða svæðið upp en vonir stóðu til. Þeir segjast einstaka sinnum finna fyrir áfoki niður í byggð. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Þegar við nálguðumst Kárahnjúkastíflu á dögunum mátti sjá talsverðan rykmökk þyrlast upp af bökkum Hálslóns, en lónið var myndað með stíflugerðinni. Áfokið virtist þó ekki ná út fyrir svæðið þótt talsvert blési.Horft að Kárahnjúkum og Hálslóni. Kárahnjúkastífla fyrir miðri mynd. Sjá má fok við lónið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í yfir sexhundruð metra hæð yfir sjávarmáli rekumst við á bændur við landgræðslu. Þeir eru af Jökuldal og eru í verktöku hjá Landsvirkjun að dreifa áburði. „Það er verið að dreifa hérna 72 tonnum þetta árið í kringum Kárahnjúka og inn með Hálslóni og hluti af þessu fer svo á Eyjabakka, á Hraunasvæðið,“ segir Jón Björgvin Vernharðsson, bóndi á Teigaseli 2 á Jökuldal. Bændurnir voru að dreifa í Desjarárdal við Fremri-Kárahnjúk, neðan Desjarárstíflu, á svæði sem var gróðurlítil auðn þegar framkvæmdirnar stóðu yfir fyrir rúmum áratug. Athyglisvert er að það dugar að dreifa eingöngu áburði en uppgræðslan hófst árið 2007.Áburði dreift neðan Desjarárstíflu, sem gnæfir yfir traktornum. Svæðið er orðið vel gróið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég trúði því eiginlega ekki að það væri hægt að vera í landgræðslu svona hátt, - upphaflega þegar var byrjað á þessu. Það var farið í tilraunaverkefni fyrst, aðeins frá þessu svæði, og síðan bara virkaði það svo vel að það var bara dúndrað af fullum krafti hér í,“ segir Agnar Benediktsson, bóndi á Hvanná 2 á Jökuldal. Við sjáum að svæðið er orðið vel gróið, áratug eftir að framkvæmdum lauk. „Já, já, þetta er rosalega skemmtilegt landgræðslusvæði með það að gera að við sjáum mun meiri árangur heldur en meira að segja verktakarnir trúðu,“ segir Jón Björgvin.Hér má sjá þéttan gróður kominn þar sem áður var gróðurlítil auðn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Með Hálslóni var sökkt um 32 ferkílómetrum af grónu landi en með þessum aðgerðum fæst nýtt gróðurlendi í staðinn. „Og þetta er náttúrlega líka til þess að fanga ef það er eitthvað moldrok úr bökkunum. Landgræðsla er langbesta vopnið við áfoki.“ -Finnið þið niðri í dal fyrir foki héðan? „Einstaka sinnum. Ekki eitthvað sem er stöðugt,“ svarar Agnar. „En þegar koma langvarandi vestanáttir, og ekki komið meira í lónið, þá getur fokið aðeins úr þessu. Það er ekkert mjög oft. En þegar það gerist þá verður það dálítið öflugt,“ svarar Jón Björgvin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15
Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent