Fótbolti

Raggi Sig framlengdi við Rostov

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ragnar Sigurðsson tilkynnti eftir HM í Rússlandi að hann væri hættur í landsliðinu
Ragnar Sigurðsson tilkynnti eftir HM í Rússlandi að hann væri hættur í landsliðinu vísir
Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson framlengdi í dag samning sinn við rússneska félagið Rostov. Með Rostov leika einnig þeir Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson.

Ragnar, sem hefur verið fastamaður í vörn íslenska landsliðsins síðustu ár, kom til Rostov í janúar. Hann spilaði níu leiki fyrir félagið seinni hluta síðasta tímabils.

Nýi samningurinn er til tveggja ára og er Ragnar því samningsbundinn í Rússlandi til 2020.

Rostov endaði í ellefta sæti í rússnesku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Nýtt tímabil hefst 28. júlí.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×