Fótbolti

Raggi Sig framlengdi við Rostov

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ragnar Sigurðsson tilkynnti eftir HM í Rússlandi að hann væri hættur í landsliðinu
Ragnar Sigurðsson tilkynnti eftir HM í Rússlandi að hann væri hættur í landsliðinu vísir

Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson framlengdi í dag samning sinn við rússneska félagið Rostov. Með Rostov leika einnig þeir Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson.

Ragnar, sem hefur verið fastamaður í vörn íslenska landsliðsins síðustu ár, kom til Rostov í janúar. Hann spilaði níu leiki fyrir félagið seinni hluta síðasta tímabils.

Nýi samningurinn er til tveggja ára og er Ragnar því samningsbundinn í Rússlandi til 2020.

Rostov endaði í ellefta sæti í rússnesku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Nýtt tímabil hefst 28. júlí.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.