Erlent

Steinaldarmataræðið sneisafullt af fitu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vísindamenn að krukka í Ötzi.
Vísindamenn að krukka í Ötzi. BBC
Forfeður evrópubúa lifðu líklega á einkar fituríkum mat. Þetta kom í ljós þegar vísindamenn fóru að kanna hver síðasta máltíð ísmannsins Ötzi hefði verið.

Ötzi fannst árið 1991 en hann mætti dauða sínum á jökli fyrir um 5300 árum síðan. Þar varðveittust líkamsleifar hans í árþúsund áður en hann fannst á tíunda áratug síðustu aldar. 

Hann er elsta evrópska múmían sem hefur fundist. Vísindamenn hafa nú náð að komast að ýmsu um hvernig líf Ötzi hafi lifað, meðal annars hvað hann borðaði.

Fita úr villtri geit, hjartarkjöt ásamt korni og eitruðum burkna var meðal þess sem Ötzi snæddi. Það vakti athygli vísindamanna hve hátt hlutfall máltíðarinnar var fita, eða um fimmtíu prósent, sem er mun meira en nútímamaðurinn borðar á hverjum degi.

Nánar má fræðast um mataræði Ötzi á vef breska ríkisútvarpsins.


Tengdar fréttir

Ísmaðurinn Ötze á nítján afkomendur

Í það minnsta nítján austurrískir karlmenn sem eru lifandi í dag eru afkomendur fornmanns sem kallaður er Ísmaðurinn Ötze, og var uppi fyrir um 5.300 árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×