Fótbolti

Real gaf út aðra tilkynningu vegna Neymar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Neymar og Roberto Firmino á ferðinni í vináttuleik Brassa og Króata skömmu fyrir HM þar sem þeir voru báðir á skotskónum.
Neymar og Roberto Firmino á ferðinni í vináttuleik Brassa og Króata skömmu fyrir HM þar sem þeir voru báðir á skotskónum. Vísir/Getty
Real Madrid hefur í annað skiptið á stuttum tíma gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að félagið hafi ekki gert PSG kauptilboð í brasilísku stórstjörnuna Neymar.

Neymar er samningsbundinn PSG þangað til 2022 og gaf Real Madrid út yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem félagið segist ekki ætla að gera nein tilboð í leikmanninn.

Tilkynningin kemur í kjölfar þess að Cristiano Ronaldo yfirgaf Real Madrid og gekk til liðs við ítölsku meistarana í Juventus og Real þarf að fylla skarð hans.

„Vegna stanslausra frétta þar sem Neymar er orðaður við félagið okkar vill Real Madrid koma því á hreint að félagið ætlar sér ekki að gera tilboð í leikmanninn,“ sagði í tilkynningu Real.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×