Erlent

Thorvald Stoltenberg látinn

Sylvía Hall skrifar
Stoltenberg afrekaði mikið á ferli sínum í pólitík.
Stoltenberg afrekaði mikið á ferli sínum í pólitík. Vísir/Vilhelm
Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs lést í dag eftir skammvinn veikindi, 87 ára að aldri. Hann starfaði sem utanríkisráðherra í tveimur ríkisstjórnum norska Verkamannaflokssins og var þekktur fyrir störf sín sem sáttasemjari í fyrrverandi Júgóslavíu árin 1993-1995.

Stoltenberg er faðir Jens Stoltenberg sem er fyrrum forsætisráðherra Noregs og núverandi framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, vottaði aðstandendum Stoltenberg samúð sína á Twitter-reikningi sínum og sagði framlag hans til Noregs vera stórt og mikilvægt. Hann væri þó fyrst og fremst hlý manneskja sem væri sárt að sjá á eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×