Enski boltinn

Rose: Finn fyrir spennu á ný

Dagur Lárusson skrifar
Danny Rose í baráttunni.
Danny Rose í baráttunni. vísir/getty
Danny Rose, leikmaður Tottenham og enska landsliðsins, segist vera spenntur yfir því að spila í treyju enska landsliðsins á næsta stórmóti.

 

Danny Rose hefur þurft að sætta sig við bekkjarsetu á HM í sumar en Ashley Young hefur verið fyrsti kostur Gareth Southgate í vinstri bakvarðarstöðuna.

 

Rose var hluti af enska liðinu sem spilaði tapaði fyrir Íslandi á EM 2016 og var hann, ásamt öðrum leikmönnum enska landsliðsins, púaður á öllum leikvöllum tímabilið eftir. Eftir þá reynslu segist Rose ekki hafa fundið fyrir spenning við að spila fyrir enska landsliðið aftur. Það er þó annað upp á teningum núna. 

 

„Ég ætla ekki að ljúga, ég naut þess ekki að spila fyrir liðið eftir þennan leik því sama hvað við gerðum, unnum eða töpuðum, þá vorum við alltaf púaðir, en það hefur breyst á síðustu sex vikum.“

 

„Núna hugsa ég bara um það að vilja byrja að spila í hverri viku aftur hjá Tottenham og komast í byrjunarliðið hjá Englandi. Núna finn ég fyrir spennu á ný.“

 

Rose er þegar farinn að stefna að byrjunarliðssæti á EM 2020.

 

„Ég hélt að þetta gæti verið mitt síðasta stórmót en þá fór ég að horfa á Young. Hann er 32 ára og hann hefur spilað nánast alla leiki á mótinu. Þannig nú er ég spenntur fyrir EM og ætla mér að spila meira þar.“

 


Tengdar fréttir

„Pirrar mig mest hvernig Englendingar töpuðu leiknum“

Sumarmessan á Stöð 2 Sport hófst skömmu eftir að framlengingunni lauk í undanúrslitaleik Englands og Króatíu í gærkvöldi og það leyndi sér ekki með hvoru liðinu þeir Hjörvar Hafliðason og Jóhannes Karl Guðjónsson héldu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×