Erlent

Sprengingar fyrir utan heimili kaþólskra leiðtoga í Belfast

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Veggjalist í Belfast ber það með sér að ófriðurinn er ekki langt undan
Veggjalist í Belfast ber það með sér að ófriðurinn er ekki langt undan Vísir/Getty
Sprengju var kastað að heimili Gerry Adams í gærkvöld en hann er fyrrverandi leiðtogi Sinn Féin og írska lýðveldishersins IRA. Sinn Féin var hinn pólitíski armur IRA en batt enda á vopnaða baráttu eftir friðarsamkomulagið 1998.

Adams býr í vesturhluta Belfast á Norður-Írlandi. Þar hafa verið óeirðir síðustu daga í tengslum við 12. júlí en þá ganga sambandssinnar í árlegri skrúðgöngu til að minnast sigurs yfir kaþólikkum á 17. öld.

Kaþólskir lýðveldissinnar hafa kastað meira en sjötíu eldsprengjum („Mólótov kokteilum“) að lögreglu undanfarna daga og talið er að árásin á heimili Adams tengist því róstri.

Adams segir að barnabörn hans hafi verið að leik í innkeyrslunni rétt áður en sprengjan sprakk. Samtímis sprakk sprengja fyrir utanheimili Bobby Storey sem var líka einn af forsprökkum Sinn Féin og IRA á árum áður.

Hann stóð meðal annars að flótta 38 liðsmanna IRA úr bresku öryggisfangelsi árið 1983.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×