Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Dæmi eru um að þurft hafi að senda konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Frá þessu verður greint nánar í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Einnig verður rætt við björgunarsveitarmann sem segir sárt að hugsa til þess að ferðamenn greiði hátt í tvær milljónir fyrir tjón á bifreiðum sem verður þegar þeir festast í ám og straumvötnum. Hann segir leiðbeiningar við ár ábótavant en auðvelt sé að fækka tilvikum verði merkingum komið upp.

Þá kíkjum við í heimsókn til barna sem hafa undanfarið sótt söngsmiðju í tilefni hundrað afmælis fullveldis á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×