Fótbolti

Everton vann tuttugu og tveggja marka sigur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Cenk Tosun var á skotskónum í dag líkt og margir liðsfélagar hans
Cenk Tosun var á skotskónum í dag líkt og margir liðsfélagar hans mynd/everton
Everton mætti ATV Irdning í æfingaleik í Austurríki í dag og vann ótrúlegan sigur, 22-0. Leikurinn var sá fyrsti hjá nýjum knattspyrnustjóra Everton Marco Silva.

Flóðgáttirnar opnuðust á 5. mínútu og voru þrjú mörk komin til viðbótar innan tíu mínútna. Í hálfleik var staðan 10-0 fyrir Everton.

Everton stórbætti með þessu met sitt yfir stærsta sigur í sögu félagsins, hann var áður 14-0. Það met hafði staðið í 133 ár, síðan 1885 þegar liðið vann New Ferry.

Gylfi Þór Sigurðsson kom ekki við sögu í leiknum enda er hann enn í sumarfríi eftir þáttöku sína á HM í Rússlandi.









 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×