Fótbolti

Mourinho: Framtíð Englendinga er björt

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Marcus Rashford er einn ungu leikmanna Englendinga
Marcus Rashford er einn ungu leikmanna Englendinga Vísir/Getty
Englendingar urðu í fjórða sæti á HM í Rússlandi en þeir töpuðu bronsleiknum gegn Belgum í dag. Portúgalinn Jose Mourinho segir enska landsliðið eiga bjarta framtíð.

Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur unnið sem sérfræðingur í kringum HM og sagði ensku leikmennina þurfa að trúa á ferlið.

„Englendingar koma heim með lið sem á klárlega bjarta framtíð. Það sést að sambandið á milli Gareth Southgate, Steve Holland [aðstoðarþjálfara] og leikmannanna er mjög gott,“ sagði Mourinho við Russia Today.

„Þeir eru með góðan grunn fyrir framhaldið. Það eru þrír, fjórir leikmenn í liðinu sem eru ekki hluti af nýju kynslóðinni en arftakar þeirra verða auðfundnir í úrvalsdeildinni. Framtíðin gæti orðið mjög björt.“

Enska liðið fór fram úr væntingum flestra með að enda í fjórða sæti, þrátt fyrir að hafa tapað tveimur síðstu leikjum sínum í mótinu.

„Það væri ekki mikil áhætta í því að segja að Englendingar geta gert enn betur á næsta heimsmeistaramóti,“ sagði Jose Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×