Fótbolti

Rooney með tvær stoðsendingar í fyrsta leiknum

Dagur Lárusson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. vísir/getty
Wayne Rooney spilaði sinn fyrsta leik með DC United í nótt þegar hann kom inná af bekknum og lét að sér kveða.

 

Rooney kom til DC United fyri tveim vikum eftir að honum var sagt að hann mætti fara frá Everton í sumar.

 

Rooney var ekkert að tvínóna við hlutina heldur kom hann af bekknum og lét strax finna fyrir sér. Rétt eftir að hann kom inná tók hann aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og var virkilega nálægt því að skora.

 

Nokkrum mínútum seinna kom hann hinsvegar með sína fyrstu stoðsendingu fyrir DC þegar hann gaf fyrir á Paul Arriola sem skoraði.

 

Paul Arriola var síðan aftur á ferðinni nokkrum mínútum seinna og var það aftur Rooney sem lagði upp markið.

 

Roone því með tvær stoðsendingar í sínum fyrsta leik hjá DC eftir að hafa komið inná af bekknum og fer því vel af stað í Bandaríkjunum.

 


Tengdar fréttir

Rooney: Lífstíllinn hentaði mér

Wayne Rooney, nýjasti leikmaður DC United í Bandaríkjunum, segir að lífstíllinn í Bandaríkjunum hafi spilað stórt hlutverk í ákvörðun hans að færa sig um set.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×