Fótbolti

Martinez: Lukaku hinn fullkomni framherji fyrir Belgíu

Dagur Lárusson skrifar
Lukaku í baráttunni.
Lukaku í baráttunni. vísir/getty
Roberto Martinez hrósaði Romelu Lukaku í hásterkt á fréttamannafundi eftir 2-0 sigur Belga á Englendingum í bronsleiknum í gær.

 

Lukaku skoraði fjögur mörk á HM en Martinez segir að hann sé einmitt sá framherji sem Belgía þarf að hafa frammi hjá sér.

 

„Ég verð að segja að það að Lukaku er búinn að eiga frábært mót. Ég er mjög ánægður með spilamennsku hans í heild sinni, ekki bara með mörkin hans.“

 

„Ég kannað meta hugarfar Lukaku, hann er fæddur sigurvegari, hann er ekkert stressaður yfir því að spila í stóru leikjunum, hann er hinn fullkomni framherji fyrir okkur,“

 

„Krafturinn hans, markanefið og allt annað er búið að vera frábært hjá honum, ég gæti ekki verið ánægðari með hans frammistöðu.“

 

Fyrir leikinn í gær var Lukaku eini leikmaðurinn sem hafði virkilega raunhæfan möguleika á því að taka markakóngstitilinn af Harry Kane en hann náði því þó ekki. Martinez segir að það hafi engin áhrif á hann samt sem áður.

 

„Hann kom ekki hingað til þess að verða markahæstur á mótinu, hann kom ekki hingað fyrir sjálfan sig. Hann kom hingað til þess að hjálpa liðinu að ná eins góðum árangri og mögulegt var.“

 


Tengdar fréttir

Belgar hrepptu bronsið

Belgar fóru með 2-0 sigur af hólmi gegn Englendingum í bronsleiknum á HM en það voru þeir Munier og Hazard sem skoruðu mörk Belga í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×