Erlent

Wild Boars boðið á Gothia Cup

Andri Eysteinsson skrifar
Gothia Cup er stærsta knattspyrnumót unglinga og er haldið í Gautaborg í Svíþjóð
Gothia Cup er stærsta knattspyrnumót unglinga og er haldið í Gautaborg í Svíþjóð Facebook/Gothia Cup
Gothia Cup, stærsta knattspyrnumót unglinga í heiminum verður sett á morgun 16.júlí í Gautaborg í Svíþjóð.

Í tilkynningu frá mótshöldurum segir að heiðursgestir mótsins verði því miður fjarverandi, það eru fótboltastrákarnir úr liðinu Wild Boars sem hafa verið í heimsfréttum frá því að þeir festust í helli í heimalandi sínu Taílandi.

Strákunum 12 og þjálfara þeirra hefur nú öllum verið bjargað eftir meira en tveggja vikna veru í hellinum. Wild Boars liðið safnar nú kröftum á sjúkrahúsi í Chiang Rai í Taílandi en strákarnir geta hlakkað til næsta sumars því mótshaldarar hafa ákveðið að bjóða liðinu á mótið að ári liðnu.

Í tilkynningunni segir að Gothia Cup hafi ákveðið að bjóða liðinu á mótið og muni sjálft greiða allan tilfallandi kostnað, einnig hafa Svíarnir boðist við að hjálpa við undirbúning fyrir mótið næsta sumar.

31 íslenskt lið með drengjum og stúlkum á aldrinum 13-16 ára er farið til Gautaborgar til að taka þátt í mótinu í ár.


Tengdar fréttir

Fótboltastrákarnir útskrifast á fimmtudag

Taílensku fótboltastrákarnir sem festust ásamt helli með þjálfara sínum hafa frá björgun verið á Chiang Rai sjúkrahúsinu. Stefnt er að því að þeir yfirgefi það á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×