Enski boltinn

Mourinho: Ég skil ekki afhverju hann kom ekki

Dagur Lárusson skrifar
Perisic í baráttunni við Trippier.
Perisic í baráttunni við Trippier. vísir/getty
José Mourinho, stjóri Manchester United, hefur farið fögrum orðum um leikmann Króatíska landsliðsins Ivan Perisic en hann hefur verið lykilmaður hjá Króötum á HM.

 

Ivan Perisic skoraði meðal annars sigurmark Króata gegn okkur Íslendingum auk þess sem hann skoraði jöfnunarmark Króata gegn Englendingum. Mourinho hefur verið virkilega hrifinn af spilamennsku hans á mótinu en hann vildi einmitt fá hann til Manchester United síðasta sumar.

 

„Perisic er svona vængmaður sem er öðruvísi heldur en allir aðrir.“

 

 „Oft horfir maður á vængmenn og sér að þeir eru bara fljótir og skapandi. Hann er hinsvegar meira en það. Hann er sterkur, mjög sterkur og frábær í loftinu.“

 

Rauðu djöflarnir gerðu nokkur tilboð í leikmanninn síðasta sumar en mistókst að landa leikmanninum og í lok sumarsins gerði hann síðan nýjan samning við Inter Milan. Mourinho segist sjá eftir því að hafa ekki náð honum til félagsins en hann tók sérstaklega eftir styrkleikum hans gegn Englandi.

 

„Hvernig hann vinnur boltann í loftinu og kemur boltanum á réttan stað í teignum er magnað, aðeins sterkir leikmenn geta gert það og gnæft yfir varnarmennina. Þess vegna var það mjög vel gert hjá honum þegar þeir skoruðu sigurmarkið.“

 

„Ég veit hreinlega ekki afhverju hann kom ekki.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×