Veitingahús á móti sjókvíaeldi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. júlí 2018 08:00 Ingólfur Ásgeirsson hjá Icelandic Wildlife Fund hvetur veitingamenn til að bjóða upp á fisk sem er veiddur í sátt við náttúruna Vísir/ernir „Við erum bara að höfða til veitingamanna og hvetja þá til að leita annarra leiða en að kaupa fisk úr sjókvíaeldi og bjóða upp á fisk sem er veiddur á sjálfbæran hátt úr landeldi sem rekið er í sátt og samlyndi við umhverfi og náttúru,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, stofnandi umhverfissjóðsins Icelandic Wildlife Fund. Sjóðurinn framleiðir límmiða til að auðkenna veitingahús sem styðja vistvæna framleiðslu og bjóða ekki upp á fisk sem framleiddur er í sjókvíaeldi. Á límmiðunum sem sjá má við inngang nokkurra veitingahúsa í Reykjavík, stendur: „Við bjóðum aðeins lax úr sjálfbæru landeldi.“ Hrefna SætranVísir/ernirHann nefnir nokkur veitingahús sem þegar hafa fengið límmiða en mörg önnur séu að skipta um birgja. Þá hafi matvöruverslanir einnig lýst áhuga. „Að okkar dómi er um að ræða stærsta umhverfismál á Íslandi í dag,“ segir Ingólfur. Hann segir markmið sjóðsins fyrst og fremst vera að vekja athygli almennings á þeim hættum sem opið sjókvíaeldi valdi náttúru og umhverfi landsins, fyrir lífríki fjarðanna, botndýr, rækju og þorsk og að öll sú mengun sem fari óheft frá eldinu sturtist bara beint í hafið. Ingólfur segir villta laxinn deyjandi tegund um heim allan. „Ísland er síðasta vígi villta laxins í heiminum. Ef þessi barátta tapast hér þá er bara úti um þessa dýrategund. Það var lax í mörgum löndum á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum en þetta er bara allt horfið. Ef þetta sjókvíaeldi fær að ganga fram mun það sama gerast hér og annars staðar. Ef villti laxastofninn hér blandast einhverjum norskum eldislaxi sem er framandi í íslenskri náttúru þá er skaðinn óafturkræfur,“ segir Ingólfur. „Það er mikið spurt hvernig lax við erum með. Fólk er að spá í þetta,“ segir Hrefna Sætran sem rekur Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn. Miðar frá Icelandic Wildlife Fund eru komnir í glugga beggja veitingahúsanna. Hún segir of snemmt að spyrja um áhrif límmiðanna enda nýkomnir upp en hún segir fólk verða mjög fegið og ánægt að heyra hver uppruni laxins á matseðlinum sé. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00 Laxar sluppu úr sjókví í Tálknafirði Laxar sluppur í gegnum göt á sjókví í Tálknafirði. Ekki er vitað hversu margir laxar sluppu. 7. júlí 2018 11:36 Sex af tólf reyndust hafa verið eldislaxar Í skýrslunni kemur fram að fagaðilar telji að vöktunar sé þörf í ám á eldissvæðum. 25. maí 2018 17:24 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
„Við erum bara að höfða til veitingamanna og hvetja þá til að leita annarra leiða en að kaupa fisk úr sjókvíaeldi og bjóða upp á fisk sem er veiddur á sjálfbæran hátt úr landeldi sem rekið er í sátt og samlyndi við umhverfi og náttúru,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, stofnandi umhverfissjóðsins Icelandic Wildlife Fund. Sjóðurinn framleiðir límmiða til að auðkenna veitingahús sem styðja vistvæna framleiðslu og bjóða ekki upp á fisk sem framleiddur er í sjókvíaeldi. Á límmiðunum sem sjá má við inngang nokkurra veitingahúsa í Reykjavík, stendur: „Við bjóðum aðeins lax úr sjálfbæru landeldi.“ Hrefna SætranVísir/ernirHann nefnir nokkur veitingahús sem þegar hafa fengið límmiða en mörg önnur séu að skipta um birgja. Þá hafi matvöruverslanir einnig lýst áhuga. „Að okkar dómi er um að ræða stærsta umhverfismál á Íslandi í dag,“ segir Ingólfur. Hann segir markmið sjóðsins fyrst og fremst vera að vekja athygli almennings á þeim hættum sem opið sjókvíaeldi valdi náttúru og umhverfi landsins, fyrir lífríki fjarðanna, botndýr, rækju og þorsk og að öll sú mengun sem fari óheft frá eldinu sturtist bara beint í hafið. Ingólfur segir villta laxinn deyjandi tegund um heim allan. „Ísland er síðasta vígi villta laxins í heiminum. Ef þessi barátta tapast hér þá er bara úti um þessa dýrategund. Það var lax í mörgum löndum á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum en þetta er bara allt horfið. Ef þetta sjókvíaeldi fær að ganga fram mun það sama gerast hér og annars staðar. Ef villti laxastofninn hér blandast einhverjum norskum eldislaxi sem er framandi í íslenskri náttúru þá er skaðinn óafturkræfur,“ segir Ingólfur. „Það er mikið spurt hvernig lax við erum með. Fólk er að spá í þetta,“ segir Hrefna Sætran sem rekur Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn. Miðar frá Icelandic Wildlife Fund eru komnir í glugga beggja veitingahúsanna. Hún segir of snemmt að spyrja um áhrif límmiðanna enda nýkomnir upp en hún segir fólk verða mjög fegið og ánægt að heyra hver uppruni laxins á matseðlinum sé.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00 Laxar sluppu úr sjókví í Tálknafirði Laxar sluppur í gegnum göt á sjókví í Tálknafirði. Ekki er vitað hversu margir laxar sluppu. 7. júlí 2018 11:36 Sex af tólf reyndust hafa verið eldislaxar Í skýrslunni kemur fram að fagaðilar telji að vöktunar sé þörf í ám á eldissvæðum. 25. maí 2018 17:24 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00
Laxar sluppu úr sjókví í Tálknafirði Laxar sluppur í gegnum göt á sjókví í Tálknafirði. Ekki er vitað hversu margir laxar sluppu. 7. júlí 2018 11:36
Sex af tólf reyndust hafa verið eldislaxar Í skýrslunni kemur fram að fagaðilar telji að vöktunar sé þörf í ám á eldissvæðum. 25. maí 2018 17:24