Erlent

Innbrotsþjófur reyndist íkorni

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Íkorni lítur inn í hús.
Íkorni lítur inn í hús. vísir/Getty
Lögregla var kölluð til í Harrow-hverfi í London aðfaranótt laugardags eftir að íbúi þar tilkynnti um innbrot í íbúð sína. Laganna verðir gripu þrjótinn glóðvolgan en hann var annars lags en þeir áttu von á.

Þegar lögreglu bar að garði blasti við þeim íkorni í stofunni. Sá hafði laumað sér inn um opinn glugga og lét öllum illum látum í íbúðinni. Þegar loks tókst að hafa hendur í hári hans var íkornanum hleypt út í náttúruna á nýjan leik.

„Íbúinn var mjög órólegur og stressaður enda hafði konan heyrt brothljóð og umrót í stofu sinni. Var það ástæða þess að hún hringdi í neyðarlínuna,“ segir talsmaður lögreglunnar í Vestur-London. Hún bætti því við að ekki væri búist við að brot íkornans kæmi til með að hafa einhverjar afleiðingar fyrir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×