Úrskurðarnefnd felldi úr gildi leyfi fyrir nýbyggingu Hafrannsóknarstofnunar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. júlí 2018 11:08 Nýbygging Hafrannsókarstofnunar fær ekki að rísa að Fornubúðum 5 við Suðurhöfn í Hafnarfirði. Vísir/Stefán Karlsson Nýbygging Hafrannsóknarstofnunar fær ekki að rísa að Fornubúðum 5 við Suðurhöfnina í Hafnarfirði. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin felldi bæði úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá 27. apríl 2017 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar og ákvörðun byggingarfulltrúa, sem fylgdi í kjölfarið 27. mars á þessu ári, að samþykkja umsókn um byggingu skrifstofu-og rannsóknarhúss fyrir starfsemi Hafrannsóknarstofnunar við Fornubúðir. Í úrskurðinum segir að ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar árið 2017 um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina væri hvorki í samræmi við landnotkunarflokk svæðisins samkvæmt skipulagsreglugerð né aðalskipulag bæjarins.Tveir íbúar kærðu breytinguna á deiliskipulagi Tveir íbúar Suðurgötu í Hafnarfirði kærðu breytingu bæjarstjórnarinnar á deiliskipulagi og kröfðust þess að bæði breytingin á deiliskipulagi og byggingarleyfið yrði fellt úr gildi. Íbúarnir sögðu að fyrirhuguð bygging myndi skyggja á útsýni þeirra auk þess sem nýbyggingin samræmdist ekki aðalskipulagi Hafnarfjarðarbæjar.Hvorki í samræmi við aðalskipulag né landnotkunarflokk Hafnarsvæði er samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðar skilgreint sem svæði sem landnotkun tengist „fyrst og fremst hafsækinni starfsemi, s.s. mannvirkjum og tækjum til móttöku skipa og báta, lestunar og losunar þeirra, geymslu vöru, móttöku og afgreiðslu þessarar vöru, móttöku og brottfarar farþega, fiskvinnslu og starfsemi tengdri sjóflutningum og skipasmíði eða viðgerðum. Íbúðir eru ekki heimilar á hafnarsvæðum.“ Þá er sérstaklega tekið fram í aðalskipulagi um Suðurhöfn, hafnarsvæði H1 sem lóðin við Fornubúðir 5 tilheyrir, að miðað sé við að Suðurhöfnin verði áfram meginfiskihöfn höfuðborgarsvæðisins, vöruflutningahöfn og miðstöð skipasmíða og viðhaldsþjónustu við skipaflotann. Breyting bæjarstjórnar á deiliskipulagi vegna lóðarinnar getur ekki fallið undir landnotkunarflokk hafna eins og skilgreint er í skipulagsreglugerð segir í úrskurði nefndarinnar. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Nýbygging Hafrannsóknarstofnunar fær ekki að rísa að Fornubúðum 5 við Suðurhöfnina í Hafnarfirði. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin felldi bæði úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá 27. apríl 2017 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar og ákvörðun byggingarfulltrúa, sem fylgdi í kjölfarið 27. mars á þessu ári, að samþykkja umsókn um byggingu skrifstofu-og rannsóknarhúss fyrir starfsemi Hafrannsóknarstofnunar við Fornubúðir. Í úrskurðinum segir að ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar árið 2017 um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina væri hvorki í samræmi við landnotkunarflokk svæðisins samkvæmt skipulagsreglugerð né aðalskipulag bæjarins.Tveir íbúar kærðu breytinguna á deiliskipulagi Tveir íbúar Suðurgötu í Hafnarfirði kærðu breytingu bæjarstjórnarinnar á deiliskipulagi og kröfðust þess að bæði breytingin á deiliskipulagi og byggingarleyfið yrði fellt úr gildi. Íbúarnir sögðu að fyrirhuguð bygging myndi skyggja á útsýni þeirra auk þess sem nýbyggingin samræmdist ekki aðalskipulagi Hafnarfjarðarbæjar.Hvorki í samræmi við aðalskipulag né landnotkunarflokk Hafnarsvæði er samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðar skilgreint sem svæði sem landnotkun tengist „fyrst og fremst hafsækinni starfsemi, s.s. mannvirkjum og tækjum til móttöku skipa og báta, lestunar og losunar þeirra, geymslu vöru, móttöku og afgreiðslu þessarar vöru, móttöku og brottfarar farþega, fiskvinnslu og starfsemi tengdri sjóflutningum og skipasmíði eða viðgerðum. Íbúðir eru ekki heimilar á hafnarsvæðum.“ Þá er sérstaklega tekið fram í aðalskipulagi um Suðurhöfn, hafnarsvæði H1 sem lóðin við Fornubúðir 5 tilheyrir, að miðað sé við að Suðurhöfnin verði áfram meginfiskihöfn höfuðborgarsvæðisins, vöruflutningahöfn og miðstöð skipasmíða og viðhaldsþjónustu við skipaflotann. Breyting bæjarstjórnar á deiliskipulagi vegna lóðarinnar getur ekki fallið undir landnotkunarflokk hafna eins og skilgreint er í skipulagsreglugerð segir í úrskurði nefndarinnar.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira