Úrskurðarnefnd felldi úr gildi leyfi fyrir nýbyggingu Hafrannsóknarstofnunar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. júlí 2018 11:08 Nýbygging Hafrannsókarstofnunar fær ekki að rísa að Fornubúðum 5 við Suðurhöfn í Hafnarfirði. Vísir/Stefán Karlsson Nýbygging Hafrannsóknarstofnunar fær ekki að rísa að Fornubúðum 5 við Suðurhöfnina í Hafnarfirði. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin felldi bæði úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá 27. apríl 2017 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar og ákvörðun byggingarfulltrúa, sem fylgdi í kjölfarið 27. mars á þessu ári, að samþykkja umsókn um byggingu skrifstofu-og rannsóknarhúss fyrir starfsemi Hafrannsóknarstofnunar við Fornubúðir. Í úrskurðinum segir að ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar árið 2017 um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina væri hvorki í samræmi við landnotkunarflokk svæðisins samkvæmt skipulagsreglugerð né aðalskipulag bæjarins.Tveir íbúar kærðu breytinguna á deiliskipulagi Tveir íbúar Suðurgötu í Hafnarfirði kærðu breytingu bæjarstjórnarinnar á deiliskipulagi og kröfðust þess að bæði breytingin á deiliskipulagi og byggingarleyfið yrði fellt úr gildi. Íbúarnir sögðu að fyrirhuguð bygging myndi skyggja á útsýni þeirra auk þess sem nýbyggingin samræmdist ekki aðalskipulagi Hafnarfjarðarbæjar.Hvorki í samræmi við aðalskipulag né landnotkunarflokk Hafnarsvæði er samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðar skilgreint sem svæði sem landnotkun tengist „fyrst og fremst hafsækinni starfsemi, s.s. mannvirkjum og tækjum til móttöku skipa og báta, lestunar og losunar þeirra, geymslu vöru, móttöku og afgreiðslu þessarar vöru, móttöku og brottfarar farþega, fiskvinnslu og starfsemi tengdri sjóflutningum og skipasmíði eða viðgerðum. Íbúðir eru ekki heimilar á hafnarsvæðum.“ Þá er sérstaklega tekið fram í aðalskipulagi um Suðurhöfn, hafnarsvæði H1 sem lóðin við Fornubúðir 5 tilheyrir, að miðað sé við að Suðurhöfnin verði áfram meginfiskihöfn höfuðborgarsvæðisins, vöruflutningahöfn og miðstöð skipasmíða og viðhaldsþjónustu við skipaflotann. Breyting bæjarstjórnar á deiliskipulagi vegna lóðarinnar getur ekki fallið undir landnotkunarflokk hafna eins og skilgreint er í skipulagsreglugerð segir í úrskurði nefndarinnar. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Nýbygging Hafrannsóknarstofnunar fær ekki að rísa að Fornubúðum 5 við Suðurhöfnina í Hafnarfirði. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin felldi bæði úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá 27. apríl 2017 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar og ákvörðun byggingarfulltrúa, sem fylgdi í kjölfarið 27. mars á þessu ári, að samþykkja umsókn um byggingu skrifstofu-og rannsóknarhúss fyrir starfsemi Hafrannsóknarstofnunar við Fornubúðir. Í úrskurðinum segir að ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar árið 2017 um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina væri hvorki í samræmi við landnotkunarflokk svæðisins samkvæmt skipulagsreglugerð né aðalskipulag bæjarins.Tveir íbúar kærðu breytinguna á deiliskipulagi Tveir íbúar Suðurgötu í Hafnarfirði kærðu breytingu bæjarstjórnarinnar á deiliskipulagi og kröfðust þess að bæði breytingin á deiliskipulagi og byggingarleyfið yrði fellt úr gildi. Íbúarnir sögðu að fyrirhuguð bygging myndi skyggja á útsýni þeirra auk þess sem nýbyggingin samræmdist ekki aðalskipulagi Hafnarfjarðarbæjar.Hvorki í samræmi við aðalskipulag né landnotkunarflokk Hafnarsvæði er samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðar skilgreint sem svæði sem landnotkun tengist „fyrst og fremst hafsækinni starfsemi, s.s. mannvirkjum og tækjum til móttöku skipa og báta, lestunar og losunar þeirra, geymslu vöru, móttöku og afgreiðslu þessarar vöru, móttöku og brottfarar farþega, fiskvinnslu og starfsemi tengdri sjóflutningum og skipasmíði eða viðgerðum. Íbúðir eru ekki heimilar á hafnarsvæðum.“ Þá er sérstaklega tekið fram í aðalskipulagi um Suðurhöfn, hafnarsvæði H1 sem lóðin við Fornubúðir 5 tilheyrir, að miðað sé við að Suðurhöfnin verði áfram meginfiskihöfn höfuðborgarsvæðisins, vöruflutningahöfn og miðstöð skipasmíða og viðhaldsþjónustu við skipaflotann. Breyting bæjarstjórnar á deiliskipulagi vegna lóðarinnar getur ekki fallið undir landnotkunarflokk hafna eins og skilgreint er í skipulagsreglugerð segir í úrskurði nefndarinnar.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira