Skemmdarverkaalda í Háaleitis- og Bústaðahverfi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2018 21:10 Íbúar í Háaleitis- og Bústaðahverfi í Reykjavík hafa haft miklar áhyggjur af skemmdarverkaöldu sem hefur átt sér stað í hverfinu í sumar. Lögreglan segir að líklega sé um strákapör að ræða og að skemmdarverk af þessu tagi aukist þegar skólarnir fara í frí á sumrin. Nokkuð hefur borið á skemmdaverkum í hverfinu í sumar. Í Facebook-hópi íbúa í hverfi 108 í Reykjavík má sjá færslu sem lýsir skemmdarverkum á bíl og hún er ekki sú eina af þessum toga. Íbúi sem fréttastofa náði tali af sagði að á tveimur dögum hafi bílhurð á bíl hans verið spennt upp og brotist inn í skúr í garðinum hans. Enn einn íbúi segir þetta ástand ólíðandi og tvisvar hafi rúður verið brotnar í bílnum hans. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöð 1, sem sér um þetta hverfi, lét taka saman tölur um brotin sem hafa komið inn á borð lögreglu í sumar. „Frá 1. júní eru komin um 35 rúðubrot í bílum á varðsvæði okkar. Þá tíu vestan Snorrabrautar og 25 fyrir austan hana,” segir hann. Hann segir ólíklegt að um skipulagða starfsemi sé að ræða og allar líkur séu á því að komist hafi verið til botns í málinu. „Við erum búin að sanka að okkur upplýsingum. Okkur sýnist þetta jafnvel vera einhver strákapör hjá einhverjum nokkrum 14 ára guttum. Við erum að fara í þá vinnu núna að kalla þá inn og tala við þá með foreldrum til að sjá hvort grunsemdir okkar séu réttar,” segir hann og bendir einnig á að það koma alltaf svona kúfar þegar skólarnir hætta. „Krakkarnir hafa ekkert að gera Þá koma stundum svona skemmdarverk, veggjakrot og rúðubrot. Þetta gengur í bylgjum. Oft eru þetta bara örfáir einstaklingar sem eru að valda þessu öllu saman.” Jóhann mælir með að íbúar fylgist með hvert öðru og sýni athygli og afskiptasemi. „Ef að það eru einhverjir sem þið kannist ekki við í götunni. Þá gæti jafnvel verið sniðugt að fara til þeirra og spyrja hverjir þeir eru eða taka myndir af bílunum þeirra. Svo má alltaf senda inn ábendingar til okkar,” segir hann að lokum. Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Íbúar í Háaleitis- og Bústaðahverfi í Reykjavík hafa haft miklar áhyggjur af skemmdarverkaöldu sem hefur átt sér stað í hverfinu í sumar. Lögreglan segir að líklega sé um strákapör að ræða og að skemmdarverk af þessu tagi aukist þegar skólarnir fara í frí á sumrin. Nokkuð hefur borið á skemmdaverkum í hverfinu í sumar. Í Facebook-hópi íbúa í hverfi 108 í Reykjavík má sjá færslu sem lýsir skemmdarverkum á bíl og hún er ekki sú eina af þessum toga. Íbúi sem fréttastofa náði tali af sagði að á tveimur dögum hafi bílhurð á bíl hans verið spennt upp og brotist inn í skúr í garðinum hans. Enn einn íbúi segir þetta ástand ólíðandi og tvisvar hafi rúður verið brotnar í bílnum hans. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöð 1, sem sér um þetta hverfi, lét taka saman tölur um brotin sem hafa komið inn á borð lögreglu í sumar. „Frá 1. júní eru komin um 35 rúðubrot í bílum á varðsvæði okkar. Þá tíu vestan Snorrabrautar og 25 fyrir austan hana,” segir hann. Hann segir ólíklegt að um skipulagða starfsemi sé að ræða og allar líkur séu á því að komist hafi verið til botns í málinu. „Við erum búin að sanka að okkur upplýsingum. Okkur sýnist þetta jafnvel vera einhver strákapör hjá einhverjum nokkrum 14 ára guttum. Við erum að fara í þá vinnu núna að kalla þá inn og tala við þá með foreldrum til að sjá hvort grunsemdir okkar séu réttar,” segir hann og bendir einnig á að það koma alltaf svona kúfar þegar skólarnir hætta. „Krakkarnir hafa ekkert að gera Þá koma stundum svona skemmdarverk, veggjakrot og rúðubrot. Þetta gengur í bylgjum. Oft eru þetta bara örfáir einstaklingar sem eru að valda þessu öllu saman.” Jóhann mælir með að íbúar fylgist með hvert öðru og sýni athygli og afskiptasemi. „Ef að það eru einhverjir sem þið kannist ekki við í götunni. Þá gæti jafnvel verið sniðugt að fara til þeirra og spyrja hverjir þeir eru eða taka myndir af bílunum þeirra. Svo má alltaf senda inn ábendingar til okkar,” segir hann að lokum.
Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent