Körfubolti

Ægir Þór genginn til liðs við Stjörnuna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ægir Þór Steinarsson er kominn í blátt.
Ægir Þór Steinarsson er kominn í blátt. vísir/ástrós
Ægir Þór Steinarsson hefur gengið til liðs við Stjörnuna og mun spila með liðinu í Domino's deild karla á næsta tímabili. Hann var kynntur sem nýr leikmaður Stjörnunnar á blaðamannafundi í Garðabæ í dag.

Landsliðsbakvörðurinn Ægir Þór kemur frá Spáni þar sem hann spilaði með Tau Castello á síðasta tímabili. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Stjörununa í dag.

Ægir er 27 ára gamall og uppalinn hjá Fjölni í Grafarvoginum en síðast þegar hann var á Íslandi spilaði hann með KR, veturinn 2015-2016, og varð Íslandsmeistari með félaginu.

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar var KR einnig á eftir Ægi en hann kaus að fara til Stjörnunnar.

Lið Stjörnunnar átti vonbrigðatímabil síðasta vetur og datt út í 8-liða úrslitum gegn ÍR. Hrafn Kristjánsson hætti þá störfum sem þjálfari liðsins og tók Arnar Guðjónsson við liðinu. Dagur Kár Jónsson er kominn aftur í Garðabæinn eftir dvöl í Grindavík og landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson framlengdi við Stjörnuna fyrr í sumar.

Við sama tilefni var undirritaður nýr samningur við Mathús Garðabæjar. Nýi samningurinn er næsta skref í samstarfi Stjörnunnar og fyrirtækisins og mun Ásgarður, íþróttamiðstöð Stjörnunnar, nú bera heitið Mathús Garðabæjar höllin. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×