Íslenski boltinn

Pepsimörkin: KA er með besta byrjunarliðið eins og er

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
KA vann 2-1 sigur á Grindavík í síðasta leik sínum í Pepsi deild karla. Liðið er komið í áttunda sæti, fjórum stigum frá fallsæti. Sérfræðingar Pepsimarkanna fóru yfir sigurmark KA í leiknum í þætti gærkvöldsins.

„Þetta var þriðji leikurinn í röð sem ég er búinn að sjá hjá KA og mér finnst vera rosalegur stígandi í þessu. Síðustu tveir leikir hjá KA hafa einfaldlega verið mjög góðir, mjög heilsteypt frammistaða,“ sagði Gunnar Jarl Jónsson, einn sérfræðinga Pepsimarkanna.

KA skoraði sigurmark í uppbótartíma eftir að mark var ranglega dæmt af þeim í upphafi seinni hálfleiks, en vel hefur verið farið yfir það atvik.

„Mér fannst sóknarleikur KA miklu betri en hann hefur verið.“

„Ég vil meina að KA sé með besta byrjunarliðið eins og er, sem fúnkerar saman,“ sagði Gunnar Jarl.

Alla umræðuna um KA-liðið og sigurmarkið má sjá í spilaranum með fréttinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×