Erlent

Fékk bíl að gjöf eftir langa göngu í nýja vinnu

Samúel Karl Ólason skrifar
Walter Carr og Luke Marklin.
Walter Carr og Luke Marklin.
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Bellhops í Bandaríkjunum ákvað að gefa nýjum starfsmanni sínum bíl eftir að hann gekk 32 kílómetra til að mæta í vinnuna á fyrsta degi sínum. Bíll Walter Carr bilaði degi áður en hann átti að mæta í nýja vinnu hjá Bellhops í Alabama og í stað þess að gefast upp ákvað hann að ganga í vinnuna, þrátt fyrir að gangan væri mjög löng.

Carr var búinn að ganga 32 kílómetra þegar lögregluþjónn sá hann og ræddi við hann. Lögregluþjóninum fannst saga Carr góð og bauð honum upp á morgunverð. Eftir það keyrði hann honum í vinnuna.

Jenny Hayden Lamey skrifaði á Facebook í gær að hún og eiginmaður hefðu átt von á hjálp flutningsmanna Bellhop á laugardaginn um klukkan átta um morguninn. Dyrabjallan hafi hins vegar verið hringt um klukkan hálf sjö og þar hafi staðið lögregluþjónn.

Eftir að þau hjón heyrðu sögu Carr buðu þau honum að koma inn og hvíla sig þar til samstarfsmenn hans mættu einnig til vinnu. Hann bauðst hins vegar til þess að hefja störf strax og gerði hann það ásamt eiginmanni Jenny, Chris.

Færslu Jenny má sjá hér að neðan.



Samkvæmt umfjöllun BBC stefnir Carr á það að útskrifast úr háskóla í desember og vonast hann til þess að gangast til liðs við landgöngulið Bandaríkjanna. Hann segist hafa átt erfitt með að finna vinnu og Bellhops hafi verið fyrsta fyrirtækið um langt skeið sem hafi veitt honum tækifæri.

„Ég vildi sýna þeim að ég hefði það sem þarf. Ég sagðist ætla að klára verkið sama hvað.“

Bellhops birti myndband á twitter í dag þar sem Luke Marklin, framkvæmdastjóri fyrirtækisins hitti Carr og ræddi við hann. Myndbandið endar á því að Carr fær bíl að gjöf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×