Golf

Haraldur jafn Jordan Spieth en Kisner leiðir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kevin Kisner leiðir á Opna breska eftir dag eitt.
Kevin Kisner leiðir á Opna breska eftir dag eitt. vísir/getty
Kevin Kisner er með eins höggs forystu á Opna breska eftir fyrsta hring. Okkar maður, Haraldur Franklín Magnús, er í 50. sæti eftir daginn.

Kevin Kisner spilaði frábært golf í dag en Bandaríkjamaðurinn spilaði á fimm höggum undir pari. Alls fékk hann fjóra fugla og einn örn. Hann spilaði á 66 höggum en á síðasta ári endaði hann í 52. sæti á mótinu.

Þrír kylfendur fylgja Kisner fast á eftir en það eru þeir Zander Lombards, Tony Finau og Erik Van Rooyen. Þeir spiluðu á fjórum höggum undir pari en þeir Erik og Zander eru báðir frá Suður-Afríku á meðan Tony er Bandaríkjamaður.

Okkar maður í baráttunni í dag.vísir/getty
Sigurvegarinn frá síðasta móti, Jordan Spieth, er á einu höggi yfir pari. Hann er jafn okkar manni Haraldi Franklín en okkar maður spilaði frábært golf á sínum fyrsta hring á risamóti.

Fleiri heimsfrægir kylfingar eru á sama skori og Spieth og Haraldur. Þar má nefna Tommy Fleetwood og Lee Westwood til að mynda.

Efstu 70 keppendur fara í gegnum niðurskurðinn eftir hringina tvo en hringurinn tvö verður spilaður á morgun. Haraldur er því í ágætis málum haldi hann uppteknum hætti á morgun en fylgst verður vel með framgöngu hans á Vísi á morgun.

Tiger Woods spilaði á parinu í dag. Hann fékk þrjá fugla, þrjá skolla og restin var par. Hann er líklegur til að komast í gegnum niðurskurðinn í fyrsta skipti síðan 2014 en hann hefur ekki spilað á mótinu síðan 2015. Þá komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn.


Tengdar fréttir

„Frá miðnæturgolfi og hraunklúbbum á Opna breska“

Haraldur Franklín Magnús spilar í dag sinn fyrsta hring á Opna breska meistaramótinu í golfi. AP fréttastofan vildi kanna enn betur hvaða Íslendingur þetta væri sem væri mættur, fyrstur karlkyns kylfinga, til að spila á risamóti.

Haraldur: Öll bein í líkamanum skulfu af stressi

Haraldur Franklín Magnús braut í dag blað í íslenskri golfsögu þegar hann spilaði fyrstur íslenskra karlkylfinga á risamóti. Hann átti nokkuð skrautlegan fyrsta hring á Carnoustie vellinum í dag og endaði á einu höggi yfir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×