Enski boltinn

Hetja Króata spilar alltaf í sama bolnum til að minnast vinar síns

Dagur Lárusson skrifar
Hér má sjá bolinn.
Hér má sjá bolinn. vísir/getty
Markvörðurinn Danijel Subasic var hetja Króata í 16-liða úrslitunum gegn Dönum í kvöld en hann varði þrjár vítaspyrnur í vítaspyrnukeppninni.

Subasic fagnaði vel í leikslok og mátti sjá bol sem hann klæddist innan undir markmannstreyjunni. Bolur sem rekur sorgarsögu um látinn vin Subasic sem hann minnist í hverjum leik sem hann spilar.



Fyrir um 10 árum var Subasic að spila fyrir króatískt lið í króatísku fyrstu deildinni og í einum leiknum átti hræðilegt atvik sér stað. Þá sendi Subasic boltann í átt að vini sínum Hrvoje Custic sem elti boltann án þess að horfa fram fyrir sig og lenti á vegg og lést samstundis.

Eftir þetta atvik hefur Subasic alltaf leikið í sama bolnum innan undir keppnistreyju sinni en á þeim bol er mynd af látna vini hans.

Að neðan má sjá myndband til minningar um Hrvoje Custic þar sem meðal annars er rætt við Subasic og sjá má slysið sem leiddi til dauða Custic. 


 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×