Enski boltinn

Arsenal fær varnarmann frá Dortmund

Anton Ingi Leifsson skrifar
Papastathopoulos í leik með Dortmund á síðustu leiktíð.
Papastathopoulos í leik með Dortmund á síðustu leiktíð. vísir/getty
Arsenal hefur gengið frá samkomulagi við Sokratis Papastathopoulos og skrifar hann undir langtímasamning við félagið.

Þessi 30 ára gamli varnarmaður kemur til liðsins frá Borussia Dortmund en Arsenal borgar rúmar 17 milljónir punda fyrir hann.

Hann er reyndur varnarmaður en ásamt því að hafa spilað fyrir Dortmund hefur hann spilað fyrir til dæmis AC Milan og Werder Bremen.

Papastathopoulos mun fara í treyju númer fimm en enginn leikmaður Arsenal var í treyju númer fimm á síðustu leiktíð. Ekki er vitað hversu langur samningur er en Arsenal segir frá að um langtímasamning sé að ræða.

Papastathopoulos er annar leikmaðurinn sem nýji stjóri Arsenal, Unai Emery, krækir í þetta sumarið en Stephan Lichsteiner gekk í raðir Arsenal fyrr í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×