Ekki fallist áframhaldandi á farbann yfir manni sem er eftirlýstur í Póllandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2018 23:00 Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur. vísir/hanna Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að pólskur maður sem eftirlýstur er í Póllandi fyrir brot sem geta varðað allt að 12 ára fangelsi skuli ekki sæta áfram farbanni. Pólsk yfirvöld hafa farið fram á það að maðurinn verði framseldur og er það mál nú í ferli hjá íslenskum yfirvöldum en líklegt er að málið fá meðferð hjá dómstólum þar sem maðurinn hefur andmælt framsalsbeiðninni. Í úrskurði héraðsdóms, sem birtur er á vef Landsréttar, kemur fram að maðurinn hafi seinast verið úrskurðaður í farbann þann 15. janúar síðastliðinn. Gilti það farbann til 29. júní og krafðist ríkissaksóknari þess nú að maðurinn yrði áfram í farbanni allt til föstudagsins 14. desember.Nánast samfellt í farbanni frá því í október Maðurinn er eftirlýstur í Póllandi fyrir brot sem getur varðað allt að 12 ára fangelsi en hann hefur ekki fengið dóm. Að því er fram kemur í greinargerð ríkissaksóknara er maðurinn grunaður um meðferð, vörslu, sölu og dreifingu á miklu magni af fíkniefnum, þar á meðal að minnsta kosti einu kílógrammi af kannabisplöntum- og efnum og talsverðu magni af amfetamíni. Maðurinn var handtekinn hér á landi þann 25. október en gefin hafði verið út evrópsk handtökuskipun á hendur honum. Hann sætti farbanni til 23. nóvember og síðan frá 18. desember til 15. janúar en farbannið var ekki framlengt þann 23. nóvember þar sem ekki lá fyrir formleg framsalsbeiðni frá pólskum yfirvöldum. Ríkissaksóknari fór nú fram á áframhaldandi farbann yfir manninum þar sem það liggur fyrir að meðferð framsalsmálsins mun taka lengri tíma. Var talið nauðsynlegt að maðurinn myndi sæta farbanni til að tryggja nærveru hans á meðan á meðferð málsins stendur en þessu voru dómstólarnir ekki sammála.Ekkert komið fram um nánari rannsókn Dómarinn í héraði taldi ekki unnt að fallast á framsalsbeiðnina þar sem ekki væri að sjá annað af bréfi ríkissaksóknara til dómsmálaráðuneytisins en að hann hefði lokið rannsókn sinni vegna framsalsbeiðninnar. Var þar þeirri afstöðu lýst að tiltekin skilyrði laganna væru uppfyllt varðandi framsalsbeiðnina auk þess sem bæði formlegum og efnislegum skilyrðum annarra ákvæða laganna væri fullnægt. „Að mati dómsins verður að gera ráð fyrir því að dómsmálaráðuneytið hafi á grundvelli þeirra valdheimilda sem ráðuneytið hefur samkvæmt lögum nr. 13/1984 svigrúm til að rannsaka mál frekar sjálft eða mæla fyrir um frekari rannsókn þess, ef tilefni þykir. Í máli þessu hefur hins vegar ekkert komið fram um slíka rannsókn annað en að málið sé til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu samkvæmt upplýsingum sækjanda í máli þessu. Krafa sóknaraðila í máli þessu um farbann er krafa um þvingunarráðstöfun sem ekki má standa lengur en nauðsynlegt er miðað við umfang og eðli máls. Þá er það einnig skilyrði fyrir beitingu farbanns að rannsókn verði haldið áfram án óréttlætanlegra tafa. Þar sem ekkert hefur verið lagt fram um rannsókn ráðuneytisins eða frekari meðferð þess á framsalsbeiðni varnaraðila er ekki unnt að fallast á kröfu sóknaraðila um áframhaldandi farbann yfir varnaraðila,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Dómsmál Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að pólskur maður sem eftirlýstur er í Póllandi fyrir brot sem geta varðað allt að 12 ára fangelsi skuli ekki sæta áfram farbanni. Pólsk yfirvöld hafa farið fram á það að maðurinn verði framseldur og er það mál nú í ferli hjá íslenskum yfirvöldum en líklegt er að málið fá meðferð hjá dómstólum þar sem maðurinn hefur andmælt framsalsbeiðninni. Í úrskurði héraðsdóms, sem birtur er á vef Landsréttar, kemur fram að maðurinn hafi seinast verið úrskurðaður í farbann þann 15. janúar síðastliðinn. Gilti það farbann til 29. júní og krafðist ríkissaksóknari þess nú að maðurinn yrði áfram í farbanni allt til föstudagsins 14. desember.Nánast samfellt í farbanni frá því í október Maðurinn er eftirlýstur í Póllandi fyrir brot sem getur varðað allt að 12 ára fangelsi en hann hefur ekki fengið dóm. Að því er fram kemur í greinargerð ríkissaksóknara er maðurinn grunaður um meðferð, vörslu, sölu og dreifingu á miklu magni af fíkniefnum, þar á meðal að minnsta kosti einu kílógrammi af kannabisplöntum- og efnum og talsverðu magni af amfetamíni. Maðurinn var handtekinn hér á landi þann 25. október en gefin hafði verið út evrópsk handtökuskipun á hendur honum. Hann sætti farbanni til 23. nóvember og síðan frá 18. desember til 15. janúar en farbannið var ekki framlengt þann 23. nóvember þar sem ekki lá fyrir formleg framsalsbeiðni frá pólskum yfirvöldum. Ríkissaksóknari fór nú fram á áframhaldandi farbann yfir manninum þar sem það liggur fyrir að meðferð framsalsmálsins mun taka lengri tíma. Var talið nauðsynlegt að maðurinn myndi sæta farbanni til að tryggja nærveru hans á meðan á meðferð málsins stendur en þessu voru dómstólarnir ekki sammála.Ekkert komið fram um nánari rannsókn Dómarinn í héraði taldi ekki unnt að fallast á framsalsbeiðnina þar sem ekki væri að sjá annað af bréfi ríkissaksóknara til dómsmálaráðuneytisins en að hann hefði lokið rannsókn sinni vegna framsalsbeiðninnar. Var þar þeirri afstöðu lýst að tiltekin skilyrði laganna væru uppfyllt varðandi framsalsbeiðnina auk þess sem bæði formlegum og efnislegum skilyrðum annarra ákvæða laganna væri fullnægt. „Að mati dómsins verður að gera ráð fyrir því að dómsmálaráðuneytið hafi á grundvelli þeirra valdheimilda sem ráðuneytið hefur samkvæmt lögum nr. 13/1984 svigrúm til að rannsaka mál frekar sjálft eða mæla fyrir um frekari rannsókn þess, ef tilefni þykir. Í máli þessu hefur hins vegar ekkert komið fram um slíka rannsókn annað en að málið sé til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu samkvæmt upplýsingum sækjanda í máli þessu. Krafa sóknaraðila í máli þessu um farbann er krafa um þvingunarráðstöfun sem ekki má standa lengur en nauðsynlegt er miðað við umfang og eðli máls. Þá er það einnig skilyrði fyrir beitingu farbanns að rannsókn verði haldið áfram án óréttlætanlegra tafa. Þar sem ekkert hefur verið lagt fram um rannsókn ráðuneytisins eða frekari meðferð þess á framsalsbeiðni varnaraðila er ekki unnt að fallast á kröfu sóknaraðila um áframhaldandi farbann yfir varnaraðila,“ segir í úrskurði héraðsdóms.
Dómsmál Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira