Erlent

Kim Dotcom tapar áfrýjun gegn framsali til Bandaríkjanna

Kjartan Kjartansson skrifar
Kim Dotcom fyrir dómi á Nýja-Sjálandi.
Kim Dotcom fyrir dómi á Nýja-Sjálandi. Vísir/EPA
Internetútlaginn Kim Dotcom tapaði áfrýjun sinni gegn framsali frá Nýja-Sjálandi til Bandaríkjanna. Bandarísk yfirvöld vilja fá Dotcom framseldan vegna ákæra um brot á höfundaréttarlögum og peningaþvætti.

Dotcom rak deilisíðuna Megaupload og var handtekinn árið 2012 eftir rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins á ásökunum um dreifingu á höfundaréttarvörðu efni. New York Times segir að Dotcom geti enn áfrýjað niðurstöðu áfrýjunardómstólsins til Hæstaréttar Nýja-Sjálands.

Á Nýja-Sjálandi hefur Dotcom verið þekktur fyrir skrautlegan lífsstíl. Hann hefur meðal annars gefið út eigin tónlist og fjármagnað stofnun stjórnmálaflokks fyrir kosningar árið 2014.

Dotcom fæddist í Þýskalandi og hét upphaflega Kim Schmitz. Hann fékk ríkisborgararétt á Nýja-Sjálandi árið 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×