Lífið

Stjörnuspá Siggu Kling – Vatnsberinn: Þarft aðeins að róa þig niður

Elsku Vatnsberinn minn, það er svo mikilvægt fyrir þig að skilja eins tilinngaríkur og þú ert að þú þarft að hafa öryggi, því þá muntu dansa eins og enginn sé morgundagurinn. Þú ert með svo stórkostlega og ófyrirsjáanlega plánetu yfir þér og oft finnurðu þá hugsun og að brjóta múra. Það er allt í lagi að hafa allan þennan kraft og skoðanir, en þú verður að hafa pottþétt hreiður þar sem þú getur fundið frið og ró.

Þú ert alltaf að leita að skýringum, afhveju og hvers vegna eða hvernig gerðist þetta? Um leið og þú stoppar þessar hugsanir skilurðu að það eru oft engar skýringar á neinu.

Ég á eina rosalega góða Vatnsbera vinkonu sem er alltaf að leita að sjálfri sér, fór upp á fjall í viku með munkum til að þegja með sjálfri sér og á þessari viku þurfti hún að þrífa og elda fyrir munkana sem furðuðu sig á þessari vestrænu persónu sem borgaði fyrir það að þegja uppi á fjalli með munkum.

Þú finnur þig nákvæmlega á þeim stað sem þú ert og það er svo mikilvægt að róir þig aðeins niður og sért ánægður, hver sem staðsetningin er.

Þú ert svo heillaður af rómantík og af tilveru sem mun ekki eiga sér stað, en um leið og þú róar hugann geturðu séð  að þú ert bara nokkuð blessaður og hamingjusamur þar sem þú ert. Það alveg frábært að vera öðruvísi en aðrir og það ertu í flestum tilfellum ,en þú þarft að kalla á stóíska ró og frið annars finnst þér ekkert vera að frétta.

Þig langar að elska einlægt og skilyrðislaust en á sama tíma vera frjáls eins og fuglinn, villt hitta ást sem er spennandi, þú skilur ekki og er áskorun og þetta er vegna þess að þú vilt að lífið sé skemmtilega krossgáta.

En sumar krossgátur eru vitlaust uppsettar og þú munt aldrei fá rétta orðið til að ljúka þeim, svo vertu alveg viss að ástin sé sú rétta og þú þekkir hana gaumgæfilega án þess að giska.

Taktu áhættuna í sambandi við vinnu og framkvæmdir því þú ert búinn að vera á þeim tíma. Þú ert að fara inn í tíma örlætis, alúðar og einlægni svo það eina sem virkar er sannleikurinn.

Frægir Vatnsberar: Pacas hans Begga, Geir Sveinsson handknattleiksþjálfari, Halla himintungl, Clark Gable leikari, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi, Yoko Ono, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Katrín Jakobsdóttir þingkona, Hilmir Snær Guðnason leikari, Rikka sjónvarpskona, María Ólafsdóttir Júróvisjónstjarna, Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kastljóss, Gunna Dís útvarpskona, Höddi Magg, Andrea Róberts mannauður, Hilmar Hafsteinsson ofurfasteignasali, Rut Roberts flugfreyja hjá Icelandair, Ragnheidur Guðfinna sálfræðingur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.