Innlent

Réttindalausum kennurum fjölgar á ný í grunnskólum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Á undanförnum árum hefur starfsfólki án réttinda við kennslu í grunnskólum á Íslandi fjölgað. Frá árinu 2012 hefur kennurum sem ekki hafa kennsluréttindi fjölgað ár frá ári. Þeir voru 8,6% af starfsmönnum við kennslu haustið 2017 en þá voru 443 starfsmenn við kennslu án kennsluréttinda og hafði fjölgað úr 272 frá því árinu áður að því fram kemur í samantekt Hagstofunnar.

Lægst var hlutfall kennara án kennsluréttinda á landinu í Reykjavík og á Norðurlandi eystra en hæst var hlutfall kennara án kennsluréttinda á Vestfjörðum eða um 27% starfsliðsins.

Á árunum fyrir efnahags-og bankahrunið var hlutfall starfsfólks án kennsluréttinda við kennslu í grunnskólum landsins á bilinu 13-20%. Það var síðan eftir efnahagshrunið sem réttindalausum kennurum fækkaði. Lægst var hlutfall þeirra 4,1% af kennurum haustið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×