Handbolti

Sextán ára stelpurnar unnu Noreg í handbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska 16 ára landsliðið.
Íslenska 16 ára landsliðið. Mynd/Fésbókarsíða HSÍ
Íslenska 16 ára landsliðið vann 23-22 sigur á Noregi í dag á European open í handbolta en mótið fer fram í Gautaborg í Svíþjóð. Það er ekki á hverjum degi sem íslensk kvennalandslið vinnur Noreg á handboltavellinum.

Leikuurinn var úrslitaleikur um 9. til 10. sæti á þessu opna Evrópumóti og enduðu því íslensku stelpurnar í níunda sæti.

Frábær fyrri hálfleik lagði grunninn að sigrinum en hann unnu okkar stelpur með sex marka mun, 13-7.

Norðmenn hafa verið með gríðarlega sterk yngri landslið hjá stelpunum í gegnum tíðina og þaðan hefur verið stöðugur uppgangur inn í A-landsliðið.

Stelpurnar höfðu áður unnið Rússland 28-27 í öðrum frábærum leik hjá liðinu.







Hópurinn samkvæmt heimasíðu HSÍ:

Andrea Gunnlaugsdóttir, ÍBV

Ásdís Þóra Ágústdóttir, Valur

Ásthildur Bjarkadóttir, Fylkir

Bríet Ómarsdóttir, ÍBV

Elín Rósa Magnúsdóttir, Fylkir

Hanna Karen Ólafsdóttir, Fylkir

Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV

Ída Margrét Stefánsdóttir, Valur

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, HK

Katrín Tinna Jensdóttir, Fylkir

Linda Björk Brynjarsdóttir, ÍBV

María Lovísa Jónasdótir, Grótta

Rakel Sara Elvarsdóttir, KA/Þór

Selma María Jónsdóttir, Fylkir

Úlfhildur Tinna Lárusdóttir, UMFA

Valgerður Ósk Valsdóttir, FH




Fleiri fréttir

Sjá meira


×