Erlent

Einn rekinn í gegn á fyrsta degi nautahlaupanna í Pamplona

Kjartan Kjartansson skrifar
Þessi hlaupari fékk að kenna á hornum nauts í morgun.
Þessi hlaupari fékk að kenna á hornum nauts í morgun. Vísir/EPA
Naut rak einn mann í gegn og fjórir aðrir slösuðust lítilsháttar á fyrsta degi nautahlaupanna í borginni Pamplona á Spáni í dag. Um tvö þúsund manns hlupu í dag undan sex nautum og sex uxum eftir þröngum götum borgarinnar.

Laugardagar hafa yfirleitt verið hættulegustu dagarnar á San Fermín-hátíðinni svonefndu í Pamplona í Navarra-héraði á norðanverðum Spáni. Sjö manns að meðaltali hafa slasast þann dag ár hvert, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Hlaupið tók aðeins tvær og hálfa mínútu og var óvenjuhratt í ár. Göturnar voru blautar eftir rigningu í gærkvöldi. Þeim fjórum sem sluppu með minniháttar meiðsli varð öllum fótaskortur í hlaupinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×