Enski boltinn

Aron Einar verður áfram hjá Cardiff

Einar Sigurvinsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson mun spila með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
Aron Einar Gunnarsson mun spila með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. vísir/getty
Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, segir að Aron Einar Gunnarsson hafi komist að munnlegu samkomulagi við Cardiff um áframhaldandi veru hans hjá félaginu.

„Hann vill hjálpa okkur að halda sætinu í ensku úrvalsdeildinni og mér finnst það frábært. Við ræddum saman fyrir sex vikum síðan þar sem hann sagði mér að hann vildi vera áfram,“ sagði Warnock.

Fyrir utan það að komast að munnlegu samkomulagi við Aron Einar Gunnarsson hefur verið nóg að gera hjá samningadeild Cardiff en sjö leikmenn liðsins skrifuðu nýlega undir nýjan samning við félagið. Þar á meðal fyrirliði liðsins, Sean Morrison.

Cardiff hefur einnig styrkt hópinn sinn með fjórum nýjum leikmönnum og þá vonast Warnock til að halda Marko Grujic hjá liðinu, en hann kom til Cardiff á láni frá Liverpool á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×