Erlent

Starbucks hættir að nota plaströr

Bergþór Másson skrifar
Starbucks hættir að nota plaströr.
Starbucks hættir að nota plaströr. Vísir/AFP
Talsmenn bandarísku kaffihúsakeðjunnar Starbucks tilkynntu í dag að frá og með árinu 2020 munu plaströr í drykkjum keðjunnar heyra sögunni til.

Þetta gildir um alla 28.000 staði Starbucks út um allan heim.

Umhverfissjónarmið ráða för í þessari ákvörðun Starbucks, en meðal annars hafa skyndibitakeðjan McDonalds og skemmtistaðurinn Prikið einnig hætt að nota plaströr á árinu.

Í staðinn fyrir plaströr mun Starbucks bjóða upp á tvö aðra valkosti: Endurvinnanlegt lok í stað rörs, eða sérhannað umhverfisvænt pappírsrör.

Hér má lesa tilkynningu frá Starbucks um málið.


Tengdar fréttir

McDonald's hættir að nota plaströr

Skyndibitakeðjan McDonald's mun hætta notkun á plaströrum á Bretlandi og Írlandi frá og með september næstkomandi.

Sögðu skilið við plaströr um helgina

Um helgina var tilkynnt að á Prikinu, Húrra og Bravó væri ekki lengur hægt að fá drykkjarrör úr plasti. Áætlað er að áður hafi um 1.500-2.000 plaströr endað í ruslinu á viku, bara á Prikinu.

Bretland vill banna plaströr og eyrnapinna

Breska ríkisstjórnin hefur lagt til bann við notkun plaströra og eyrnapinna úr plasti. Alls eru 8,5 milljarðar plaströra notuð í Bretland árlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×