Innlent

Sjálfstæðismenn áfrýja ekki úrskurði um kosningarnar í Vestmannaeyjum

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Sjálfstæðismenn hafa stýrt í Vestmannaeyjum í tólf ár.
Sjálfstæðismenn hafa stýrt í Vestmannaeyjum í tólf ár. Vísir/pjetur
Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum ætlar ekki að áfrýja niðurstöðu kjörnefndar vegna úrslita sveitarstjórnarkosninganna. Í tilkynningu segir að flokkurinn virði úrskurðinn og muni því ekki fara með málið áfram til Dómsmálaráðuneytisins.

Óumdeilt sé hins vegar að utankjörfundaratkvæði hafi borist í hendur kjörnefndarfulltrúa fyrir klukkan 22:00 um 20 metrum fyrir utan kjörstað. Þau hafi verið dæmd ógild þar sem þau voru ekki komin inn í hús fyrr en 10-20 sekúndum síðar.

Í tilkynningunni Sjálfstæðisflokksins segir enn fremur að það sé bagalegt að vilji kjósenda nái ekki fram að ganga og ljóst að eðlilegt hafi verið að láta reyna á rétt kjósenda til að ná sínu fram þar sem atkvæðin voru flutt frá höfuðborginni við erfiðar aðstæður.

Ný tækni bjóða upp á þann möguleika að telja atkvæðin á því svæði þar sem tekið er við þeim og koma upplýsingunum áfram til kjörstjórnar. Þá þurfi að skýra betur lög um birtingu mynda af kjörstað á samfélagsmiðlum til að taka af allan vafa um hvort slíkt ógildi atkvæði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×