Enski boltinn

Eiður Smári útskýrir hvað strákarnir eru að gera rétt fyrir leik

Tómas Þór Þórðarson í Volgograd skrifar
Jón Daði Böðvarsson jakkafataklæddur að tala við einhvern í stúkunni fyrir leik.
Jón Daði Böðvarsson jakkafataklæddur að tala við einhvern í stúkunni fyrir leik. vísir/getty
Hvað eru strákarnir okkar að gera núna þegar 90 mínútur eru í stórleikinn gegn Nígeríu á HM 2018 í Rússlandi? Því svaraði Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, í HM-stofu RÚV.

Eiður er sérfræðingur RÚV í Rússlandi og hann var spurður hvað er í gangi hjá strákunum svona rétt fyrir leik.

„Í rauninni er allur undirbúningur klár. Það er allt búið. Það er búið að fara yfir allt á fundum og fara yfir leikskipulag. Menn í rauninni vita alveg hvað þeir eiga að gera,“ segir Eiður Smári sem spilaði með Íslandi á EM í fyrra.

„Síðustu tvo klukkutímana fyrir leik fá menn bara að vera í sinni eigin rútínu. Mér fannst alltaf gott að vera svolítið í friði. Aðrir leggjast á nuddbekkinn, sumir teygja og hlusta á tónlist.“

„Þegar kemur að upphitun hópast svo menn aftur meira saman og hætta að vera í sínu eigin horni,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.

Upphitun fyrir leikinn er hafin á Vísi en beinu textalýsinguna má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×