Fótbolti

Íslenska vörnin á HM 2018 sú fyrsta til að loka fyrir öll skot

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson og Kári Árnason loka á Kelechi Iheanacho.
Gylfi Þór Sigurðsson og Kári Árnason loka á Kelechi Iheanacho. Vísir/Getty
Nígeríumenn náðu ekki einu skoti að marki íslenska landsliðsins í fyrri hálfleiknum og íslenska vörnin er sú eina sem hefur lokað algjörlega á mótherja sinn á HM í Rússlandi.

Nígería komst lítið áfram gegn íslenska liðinu í fyrri hálfleiknum og þrátt fyrir tilþrifalítinn hálfleik voru það íslensku strákarnir sem voru í þeim færum sem buðust.

Hannes Þór Halldórsson hafði mikið að gera í marki íslenska liðsins í fyrsta leiknum á móti Argentínu en það var mjög rólegt hjá honum í fyrri hálfleiknum í dag.









Nú er bara að vona að okkar strákar spili áfram svona þétt í seinni hálfleiknum og gefi Nígeríumönnum engin færi á sér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×