Erlent

Skokkaði óvart yfir landamæri Bandaríkjanna og var í haldi í tvær vikur

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Cedella Roman var í heimsókn hjá móður sinni í Kanada þegar upphófst tveggja vikna martröð við landamæri Bandaríkjanna.
Cedella Roman var í heimsókn hjá móður sinni í Kanada þegar upphófst tveggja vikna martröð við landamæri Bandaríkjanna. Cedella Roman
Cedella Roman sem er nítján ára franskur ríkisborgari var í heimsókn hjá móður sinni í Kanada þegar hún var handtekinn þar sem hún var að skokka meðfram ströndinni að kvöldlagi.

Án þess að gera sér grein fyrir því hafði Roman óvart skokkað yfir landamæri Kanada og Bandaríkjanna. Í þann mund sem hún tók mynd af strandlengjunni gáfu tveir landamæraverðir sig á tal við hana. Þeir sögðu henni að hún hefði farið ólöglega yfir landamærin og handtóku hana í kjölfarið.

Hún sagðist ekki hafa gert það viljandi og að það hefði ekki verið neitt á leiðinni sem hefði gefið til kynna að um annað land væri að ræða.

„Ég hugsað með sjálfri mér, jæja það má vera að ég hafi farið yfir landamærin en þeir munu sennilega bara sekta mig og segja mér að snúa aftur til Kananda eða veita mér áminningu,“ sagði Roman í samtali við fréttastofu CBC news.

Það fór ekki eins og Roman hafði ímyndað sér því hún var handtekin og henni haldið í búðum fyrir ólöglega innflytjendur í tvær vikur.

„Þetta var bara svo ósanngjarnt því þarna var ekkert skilti við landamærin,“ segir Christine Ferne, móðir Roman sem segir að landamærin séu eins og gildra og að hver sem er gæti hafa lent í þeim hremmingum sem dóttir hennar lenti í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×