Erlent

Sagt að yfirgefa veitingastaðinn

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sarah Sanders er ekki velkominn á veitingastaðinn Red Hen.
Sarah Sanders er ekki velkominn á veitingastaðinn Red Hen. Vísir/EPA
Sarah Sanders, talskona Hvíta hússins, sat að snæðingi á veitingastaðnum Red Hen í gærkvöldi þegar eigandi staðarins kom aðvífandi og sagði henni að yfirgefa staðinn vegna starfa sinna fyrir Bandaríkjastjórn og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Sanders greinir frá raunum sínum á Twittersíðu sinni þar sem hún segist hafa orðið við kröfum eigandans fyrir kurteisissakir.

„Gjörðir hennar segja miklu meira um hana heldur en mig,“ segir Sanders.

„Ég reyni ávallt að koma fram við fólk af virðingu og það á líka við um það fólk sem ég er ósammála og ég hef í hyggju að halda því áfram.“

Fyrr í vikunni varð heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, fyrir sams konar uppákomu en hópur fólkst hóf að hrópa ókvæðisorð að henni þar sem hún snæddi kvöldverð sinn á mexíkóskum veitingastað skammt frá Hvíta húsinu. Hópurinn linnti ekki látum þar til Nielsen yfirgaf staðinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×