Fótbolti

Kári veit ekkert um hvort hann fari til Tyrklands

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Kári með barninu sínu eftir Nígeríuleikinn.
Kári með barninu sínu eftir Nígeríuleikinn. vísir/getty
Kári Árnason var á dögunum sagður hafa gert munnlegt samkomulag við tyrkneska liðið BB Erzurumspor. Hann var spurður út í stöðu sinna mála á blaðamannafundi landsliðsins í morgun.

Kári samdi við uppeldisfélag sitt, Víking, áður en hann hélt til Rússlands en hélt alltaf opnum þeim möguleika að fara aftur út ef eitthvað spennandi kæmi upp.

„Hvort ég spili í Pepsi-deildinni spyrjið þið? Að öllu óbreyttu geri ég það. Það er aldrei að vita nema eitthvað gerist en ég er ekkert að búast endilega við því. Þið vitið jafn mikið og ég um þetta tyrkneska lið,“ segir Kári sem er aldursforseti liðsins og var spurður út í hvernig skrokkurinn væri eftir átökin á HM hingað til.

„Ég er bara mjög fínn í skrokknum. Auðvitað er maður stífur eftir erfiðan leik en ekkert meira en ég var þegar ég var 25 ára.“

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×