Erlent

Söguleg heimsókn Bretaprinsins til Austurlanda

Bergþór Másson skrifar
Vilhjálmur Bretaprins ásamt krónprins Jórdaníu.
Vilhjálmur Bretaprins ásamt krónprins Jórdaníu. Vísir/Getty
Vilhjálmur Bretaprins hóf fimm daga túr um Miðausturlönd í dag. Meðal þeirra landa sem hann mun heimsækja eru Ísrael og Palestína. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem einhver úr hinni konunglegu fjölskyldu sækir þessi lönd heim.

Prinsinn kom til Jórdaníu í dag og tók þar krónprins Jórdaníu, Hussein bin Abdullah, á móti honum.

Vilhjálmur mun hitta bæði Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í heimalöndum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×