Fótbolti

Sumarmessan: „Vonum við ekki allir að liðið verði svona“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nú styttist óðum í leik Íslands og Króatíu á HM í fótbolta í Rússlandi. Eins og venja er í Sumarmessunni þá voru Hjörvar Hafliðason og félagar að velta fyrir sér hvernig byrjunarlið íslenska liðsins mun líta út á móti Króatíu.

Heimir Hallgrímsson breytti byrjunarliði sínu milli leiks eitt og leiks tvö og það er líklegt að Heimir þurfi aftur að breyta til.

Benedikt Valsson stjórnaði Sumarmessunni að vanda og gestir hans að þessu sinni voru auk Hjörvars þeir Reynir Leósson og Gunnleifur Gunnleifsson.

Bendikt kallaði fyrst fram liðið sem er líklegast að Heimir Hallgrímsson muni stilla upp í þessum mikilvæga leik. Það er sama lið og byrjaði Argentínuleikinn og náði þar heimsfrægu 1-1 jafntefli.

„Vonum við ekki allir að liðið verði svona,“ sagði Hjörvar og bætti við: „Við erum bara að segja að fullkomnum heimi þá ætti liðið að líta svona út,“ sagði Hjörvar en samkvæmt því væri Jóhann Berg Guðmundsson orðinn leikfær og í liðinu,

„Þetta er lið þjóðarinnar“ skaut Gunnleifur Gunnleifsson inn í.

Hjörvar vill alls ekki sjá liðið sem byrjað á móti Nígeríu. „Þessu uppstilling á föstudaginn var bara klúður og við áttum aldrei að spila svona,“ sagði Hjövar.

Umræðuna má sjá hér að ofan í sjónvarpsglugganum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×