Innlent

Þórhildur Sunna kjörin formaður laga-og mannréttindanefndar Evrópuráðsþings

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Þórhildur Sunna var, fyrst Íslendinga, kjörin formaður laga-og mannréttindanefndar Evrópuráðsþings.
Þórhildur Sunna var, fyrst Íslendinga, kjörin formaður laga-og mannréttindanefndar Evrópuráðsþings. Aðsend
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, hefur, fyrst Íslendinga, verið kjörinn formaður laga-og mannréttindanefndar Evrópuráðs.

Sósíalistar, demókratar og græningjar tilnefndu Þórhildi til formennsku. Kjörtímabil nefndarformanns er til loka ársins 2019 að því er fram kemur í tilkynningu.

Það verður í verkahring Þórhildar Sunnu að stýra fundum nefndarinnar í Strasborg og fundum nefndarinnar utan þingfunda. Þá er hún fulltrúi nefndarinnar á opinberum vettvangi og samþykkt dagskrá hennar. Þá situr formaður laga-og mannréttindanefndar í framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins.

Þórhildur sunna hefur setið í laga-og mannréttindaráði í rúmt ár.
Þórhildur Sunna hefur setið á þingi Evrópuráðsins síðan í marsmánuði í fyrra. Á þeim tíma hefur hún setið í ráðinu og einmitt sér að mannréttindamálum og baráttu gegn spillingu.

Þórhildur lauk LL.B-prófi frá Háskólanum í Groningen, Hollandi árið 2012, LL.M-prófi frá Háskólanum í Utrecht árið 2013 og að námi loknu var hún starfsnemi hjá Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum fyrir fyrrum Júgóslavíu árið 2014.

„Þakklæti, stolt og væntumþykja gagnvart þessari mikilvægu stofnun eru mér efst í huga á meðan ég meðtek þennan nýja veruleika. Sem formaður vonast ég til þess að geta beitt mér af enn frekara afli í baráttunni fyrir mannréttindum og réttarríki öllum til handa,“ segir Þórhildur Sunna í stöðuuppfærslu á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×