Erlent

Stærstu mótmælin í Teheran frá 2012

Kjartan Kjartansson skrifar
Mótmælin í Teheran í dag beindust að bágri stöðu efnahagsmála í landinu.
Mótmælin í Teheran í dag beindust að bágri stöðu efnahagsmála í landinu. Vísir/EPA
Hækkandi verðlagi og fallandi gengi íranska gjaldmiðilsins ríals var mótmælt í aðalverslunarhverfi Teheran í dag. Mótmælin eru sögð þau stærstu frá árinu 2012. Búðum var lokað og þúsundir mótmælenda fylltu götur.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að óeirðalögregla hafi beitt táragasi til að dreifa mannfjöldanum þegar mótmælendur hugðust ganga að þinghúsinu.

Ríalinn hefur fallið gagnvart dollar eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að yfirgefa kjarnorkusamninginn sem heimsveldin gerðu við Íran. Bandaríkin ætla að leggja refsiaðgerðir aftur á Íran í ágúst.

Stutt er síðan mótmælabylgja fór um Íran vegna efnahagsástandsins. Seint í desember og í byrjun janúar mótmæltu íbúar í fjölda borga utan Teheran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×