Lífið

Dóttir Wynonnu Judd dæmd í átta ára fangelsi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Wynonna Judd hefur ekki viljað tjá sig um dóminn.
Wynonna Judd hefur ekki viljað tjá sig um dóminn. Vísir/Getty
Grace Pauline Kelley, dóttir söngkonunnar Wynonnu Judd, hefur verið dæmd í átta ára fangelsi. Samkvæmt frétt People verður hún laus í síðasta lagi 10. ágúst árið 2025. Hún á þó möguleika á að komast út á reynslulausn fyrir þann tíma. 

Kelley er 22 ára gömul og hefur verið í fangelsi síðan í apríl á þessu ári. Hún var dæmd fyrir að brjóta skilorð sitt og fyrir að hætta í fíkniefnameðferð sem dómari hafði skipað henni að ljúka.

Í maí árið 2017 játaði Kelley framleiðslu, dreifingu og sölu fíkniefna ásamt því að játa að hafa verið með fíkniefni á sér við handtökuna. Kelley mun afplána dóm sinn í fangelsi í Tennessee en talsmaður Judd hefur ekki viljað tjá sig um málið. Söngkonan eignaðist Kelley með sínum fyrsta eiginmanni, Arch Kelley.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×