Lífið

JK Rowling kom 12 ára indverskri stúlku á óvart

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Fyrsta bókin um Harry Potter kom út þann 26. júní árið 1997 og töfraði heila kynslóð upp úr skónum.
Fyrsta bókin um Harry Potter kom út þann 26. júní árið 1997 og töfraði heila kynslóð upp úr skónum. Vísir/Getty
JK Rowling höfundur Harry Potter er með meira en 14 milljón fylgjendur á Twitter. Á hverjum degi reyna þúsundir aðdáenda að koma skilaboðum til hennar. Rowling sýndi á dögunum að hún er að lesa það sem fylgjendur senda henni, eða allavega hluta af því.

Sabbah Haji Baji, skólastjóri  Haji Public School á Indlandi, sendi Rowling skilaboð í apríl og sagði henni frá ungum aðdáanda. Kulsum er 12 ára gömul stúlka frá Himalaya fjöllum og dreymdi hana um að hitta höfund Harry Potter bókanna. Skólastjórinn hvatti Rowling til þess að heimsækja þau á Indlandi.

Rowling svaraði Twitter færslunni samdægurs og bað um fullt nafn stúlkunnar í einkaskilaboðum.

Í þessari viku, tveimur mánuðum síðar, fékk Kulsum svo stórkostlega gjöf frá Rowling. Í pakkanum var handskrifað bréf frá henni, árituð bók og ýmis Harry Potter varningur fyrir Kulsum og vini hennar. Margir Twitter notendur hafa sagt frá þessu og má segja að þetta sé fullkomið dæmi um að hægt er að ná sambandi við nánast hvern sem er, hvar sem er, í gegnum Twitter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×